Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Veiði í stormi
Jæja þá er veiðiferðin í Grímsá lokið og gekk bara nokkuð vel allar stangir tóku fiska nema ein sem var fisklaus,af 8 stöngum sem eiga að vera í hollinu var ein sem kom ekki þannig þetta voru 7 stangir og voru þær með 53 laxa.
Á okkar stöng sem við vorum með það er að segja ég og Kristján Jóhann var það 9 fiskar sem komu á land og af þeim fiskum voru þrír drepnir allir þessir fiskar komu í Neðri Gullberastaðastreng og á sömu fluguna míní sunray shadow.
En í Grímsá er mikið af fiski og er vel dreifður um alla á og á mörgum stöðum er sýnd veiði en ekki gefinn,það svæði sem er mest inni er svæði 4 og svæði 3.
En það sem gerðist í áni var það, að á síðasta degi kom þetta brjálaða veður eða það vara bara stormur eins og spáin sagði til um og fórum við til veiða upp í dal við mjög misjafnar undirtektir veiðifélaga sem voru saman,en eins og alltaf þegar ég er við veiðar skal reynt að veiða sama hvernig veðrið er, við byrjuðum á svæði 3 í hyll sem heitir Kotakvörn en hann er einn af nafntoguðu stöðum í áni en þar fékk líka Gunnar Helgason sína drauma fiska eða það er að segja bryggjustólpa og viti menn EKKERT GERÐIST
eftir það var farið í Efra Garðarfljót því gefur oft fisk og var búið að vera líf þar allan túrinn hjá hinum félögunum og viti menn það reist en ekkert gerðist.
þá var tekið á það ráð að far í bíltúr til félaga okkar Ragnars og Reynis sem voru búnir að vera í Oddstaðarfljóti í allan morgun enda enda voru þeir einir með svæðið því að þeirra mótstöng mæti ekki á svæðið.
Þar skiptust menn á rigningu og roki ,tók ég þá að tali og ath hvort þeir ætluðu ekki að fara niður í gullberastaðastreng.það var fljót sagt í þeim báðum í kór Nei hér verðum við enda búnir að landa 3 fiskum og einn sjóbirting, væri það í lagi að við mætum fara í strengina hjá ykkur spyrði ég já að sjálfsögðu var svarað þannig að stað var haldið með hraði enda fór bíllinn með hraði yfir með vindinn í rassgatið.
Þegar að komið var á Neðri Gullberastaða streng var Kristján eldri sendur út enda var hann sá sem var ekki kominn með fisk og það var ekki liðinn mínúta þegar hann setur í hann og landar þar á sunray shadow fallegum 61cm hæng næsta klukkutímann var allt að gerast,
en fiskur númer tvö var kominn á land tveimur mínútum eftir að Kristján landaði hinum en til að gera langa sögu stutta tók ég þennan morgun fjóra af fimm fiskum sem komu á land hjá okkur þannig að þeir sem voru harðastir að kasta í brjáluðu veðri náðu fiskum.
Þannig að gamla máltakið virkar (Þeir fiska sem róa).
kv Acefly
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Flugur til sölu
Jæja nú er hægt að kaupa mínar flugur sem ég hef notað í allmörg ár.
Þetta eru Laxaflugur og hafa verið leynivopn mín en eins og alltaf, þá eitthvað sem maður heldur fyrir sjálfan sig svona í nokkur ár í viðbót.
Ef menn hafa áhuga þá endilega senda mér fyrirspurn og ég svara um hæl í veidari@gmail,com
'A næstunni munu koma myndir af flugum sem eru í boði en ef það er eitthvað spes þá er það ekkert mál.
kv
Acefly
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 10.8.2010 fyrsti lax sumarsins Syðri brú þann 25 júlí
- 26.7.2010 Fluga vikunnar
- 12.7.2010 Fluga vikunar Avatar
- 7.7.2010 fluga vikunar
- 1.7.2010 Sumarið er komið
- 21.4.2010 Nýjar flugur komnar í sölubás
Um bloggið
Fluguveiði
Tenglar
Mínir tenglar
- Where wise men fish
- Besti Ljósmyndarinn á íslandi
- Vötn og Veiði
- Fly fishing show
- Flugu efni til að búa til túpur
- Steven Thornton fluguhnýtari
- flugur.is
- agn.is
- veiði.is
veiðileyfi
veiðiverslanir
- intersport
- Veiðihöllin
- Veiðihornið
- Veiðivon
- Veiðiflugur.is Ný veiðivöruverslun á kambsvegi
líkamsþjálfun
- þjálfun.is einkaþjálfun og fitubrennsla /komist í gott form fyrir sumarið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar