Miðvikudagur, 25. júní 2008
Hítará 20júní-22júní
Þá er fyrsti laxatúrinn liðinn og var veðrið eins og á spáni í Ágúst sem sagt ekki gott til að fara að veiða Lax.
Við Byrjuðum að stoppa í Langá til að ath hvort eitthvað væri komið af Laxi þar en ekkert sást í sjávarfossi og ekkert sást í Krókudíl en Myrkhyl sást einn.
Þegar við vorum búnir að skoða í Langá var för okkar heitið í Hítará en þar áttum við að veiða í tvo daga, það var dregið um svæði og fór það þannig að við áttum að byrja fyrir ofan brú, eins og alltaf þegar við förum til veiða er bara veitt á flugu.
Við vorum ekki að stressa okkur á því að veiða með látum fyrir ofan brú því að það er sagt að ekki sé mikið af fiski þar að fá á þessum tíma.
Morguninn eftir áttum við fyrir neðan brú og fórum ég og Danni alveg neðst í Hítará og sáum við að það var eitthvað að ganga inn á flóðinu sem var kl 8:30 þannig að við vorum nokkuð bjartsýnir með að veiða Kverkina og Breiðuna enda kom það í ljós að það var kominn fiskur þangað þegar við byrjuðum þar kl 10:00 og rétt fyrir kl eitt tók einn í Kverkinni flugu sem heitir Toscana.
en eins og myndin sýnir þá var það tekið vel.
Eftir hádegi fórum við seint af stað enda áttum við fyrir ofan brú og ekki var mikið að gerast þar en samt sást fiskur í Grettisbæli og hylnum fyrir ofan brú.
Um Kvöldið eftir matinn var farið inn í stofu en eins og margir vita þá er einn besti hylurinn í Hítará er Breiðan og sést hann beint úr glugganum í stofunni þar vorum við fram til kl 02:30 og var komið meira líf í ána.
við vöknuðum snemma enda áttum við þann stað strax um morgunninn ég byrjaði og setti undir litla rauða frances númer 16 en ekkert gekk þannig að það var sett undir kvart tommu fluga að nafni Homminn en ég er búin að veiða á hana sem hefðbundinn fluga í átta til tíu ár,
fyrir þennan túr bjó ég til túbuform af þessari flugu sem sett var undir og kastað á Breiðunna ekkert gerðist í fyrsta kasti en í því þriðja var tekið í eftir smá tíma kom fiskurinn á land tveggja punda bleikja.
Seinna um morgunninn í þessum sama hyl seti Kobbi frændi í góðan lax svona um 10 pund en eftir nokkra baráttu þá slapp hann enda laus tekinn í fremri skolti.
það eru fleiri myndir í albúminu veiðimyndir.
Kveðja Acefly
og veiðihópurinn FLY ONLY
acefly.blog.is
Nýjustu færslur
- 10.8.2010 fyrsti lax sumarsins Syðri brú þann 25 júlí
- 26.7.2010 Fluga vikunnar
- 12.7.2010 Fluga vikunar Avatar
- 7.7.2010 fluga vikunar
- 1.7.2010 Sumarið er komið
- 21.4.2010 Nýjar flugur komnar í sölubás
Um bloggið
Fluguveiði
Tenglar
Mínir tenglar
- Where wise men fish
- Besti Ljósmyndarinn á íslandi
- Vötn og Veiði
- Fly fishing show
- Flugu efni til að búa til túpur
- Steven Thornton fluguhnýtari
- flugur.is
- agn.is
- veiði.is
veiðileyfi
veiðiverslanir
- intersport
- Veiðihöllin
- Veiðihornið
- Veiðivon
- Veiðiflugur.is Ný veiðivöruverslun á kambsvegi
líkamsþjálfun
- þjálfun.is einkaþjálfun og fitubrennsla /komist í gott form fyrir sumarið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.